Ferill 1154. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1965 — 1154. mál.
Fyrirspurn
til heilbrigðisráðherra um greiðsluþátttöku heimilismanna á dvalar- og hjúkrunarheimilum.
Frá Birgi Þórarinssyni.
1. Hversu margir dvöldu á dvalar- og hjúkrunarheimilum á árunum 2018–2022 og hversu margir heimilismenn þurftu að taka þátt í greiðslu dvalarkostnaðar á sama tímabili? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
2. Hvernig er dvalarkostnaður skv. 2. mgr. 22. laga nr. 125/1999 ákvarðaður, þ.e. hvaða útreikningar liggja þar að baki?
3. Er útreikningur dvalarkostnaðar skv. 2. mgr. 22. gr. laga nr. 125/1999 samræmdur á milli hjúkrunarheimila, eða getur verið munur á kostnaði hjúkrunarheimila? Ef svo er, hvers vegna?
4. Hver er hámarksfjárhæð sem heimilismaður getur þurft að greiða í dvalarkostnað skv. 22. gr. laga nr. 125/1999?
5. Hversu margir heimilismenn greiddu hámarksgreiðslu dvalarkostnaðar á árunum 2018–2022? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
6. Hver var meðalkostnaður dvalarheimila á mánuði vegna vistunar heimilismanns á árunum 2018–2022? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
7. Telur ráðherra að til greina komi að sérstaklega verði litið til þess ef maki heimilismanns er tekjulágur þannig að það komi til lækkunar á greiðsluþátttöku hans?
Skriflegt svar óskast.