Ferill 1151. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2169  —  1151. mál.




Svar


utanríkisráðherra við fyrirspurn frá Andrési Inga Jónssyni um námuvinnslu á hafsbotni.


     1.      Hvaða afstöðu hafa íslensk stjórnvöld tekið á vettvangi Alþjóðahafsbotnsstofnunarinnar til hugmynda um að banna námuvinnslu á hafsbotni til að vernda vistkerfi og líffræðilega fjölbreytni djúpsjávar?
    Fulltrúar Íslands hafa ekki sótt fundi Alþjóðahafsbotnsstofnunarinnar.

     2.      Munu fulltrúar Íslands beita sér fyrir slíku banni þegar 28. aðildarríkjafundi Alþjóðahafsbotnsstofnunarinnar verður fram haldið 28. júní til 7. júlí 2023?
    Íslensk stjórnvöld munu ekki eiga fulltrúa á 28. aðildarríkjafundi Alþjóðahafsbotnsstofnunarinnar sem haldinn verður 28. júní til 7. júlí 2023.
    
    Alls fóru 0,5 klst. í að taka þetta svar saman.