Ferill 1148. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1938 — 1148. mál.
Fyrirspurn
til félags- og vinnumarkaðsráðherra um uppbætur og styrki til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða.
Frá Andrési Inga Jónssyni.
1. Hvernig hafa fjárhæðir skv. 6.–8. gr. reglugerðar um uppbætur og styrki til hreyfihamlaðra einstaklinga vegna bifreiða, nr. 905/2021, og samkvæmt sambærilegum greinum eldri reglugerða þróast undanfarin 20 ár? Óskað er að upphæðir komi fram á verðlagi þess tíma og uppreiknaðar til verðlags 1. júní 2023.
2. Hversu margir einstaklingar hlutu slíkar uppbætur og styrki á sama tímabili? Óskað er að fram komi meðalupphæð og að upplýsingar séu sundurliðaðar eftir árum og tegund uppbóta og styrkja.
Skriflegt svar óskast.