Ferill 1142. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1924 — 1142. mál.
Fyrirspurn
til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um Menntasjóð námsmanna.
Frá Steinunni Þóru Árnadóttur.
1. Í ljósi upplýsinga frá Menntasjóði námsmanna sem fram koma á þskj. 1118 á yfirstandandi þingi þess efnis að greiðslur frá ábyrgðarmönnum á árinu nemi einungis 16.802.330 kr. og að gert hafi verið árangurslaust fjárnám hjá 105 ábyrgðarmönnum á árinu 2021, telur ráðherra tilefni til þess að fella niður þær eftirhreytur ábyrgðarmannakerfisins sem enn eru við lýði?
2. Hyggst ráðherra beita sér fyrir lækkun á vaxtaþaki lána hjá Menntasjóði námsmanna með tilliti til þeirrar óhagstæðu vaxtaþróunar sem átt hefur sér stað að undanförnu?
Skriflegt svar óskast.


