Ferill 1139. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1906 — 1139. mál.
Fyrirspurn
til heilbrigðisráðherra um hjúkrunarrými.
Frá Kristrúnu Frostadóttur.
1. Er fjölgun hjúkrunarrýma og rekstur þeirra fjármagnaður í fjármálaáætlun 2024–2028, sbr. framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma þar sem kveðið er á um að byggð verði 394 ný hjúkrunarrými til ársins 2028?
2. Hver er áætlaður kostnaður við uppbyggingu og rekstur þessara 394 hjúkrunarrýma?
3. Hvenær er gert ráð fyrir að rýmin verði komin í fullan rekstur? Hvað er ráðgert að mörg hjúkrunarrými verði tilbúin og tekin í notkun á hverju ári næstu fimm árin?
4. Telur ráðherra að byggja þurfi fleiri hjúkrunarrými en gert er ráð fyrir í framkvæmdaáætlun, en eins og fram kemur í fjármálaáætlun 2024–2028 er talin þörf á 602 rýmum? Hvers vegna er ekki gert ráð fyrir uppbyggingu hjúkrunarrýma í samræmi við metna þörf og hvernig áætlar ráðherra að mæta þjónustuþörfinni sem skapast utan hjúkrunarheimila?
5. Hver er áætlaður kostnaður við uppbyggingu og rekstur 208 hjúkrunarrýma til viðbótar?
6. Eru skilgreind hjúkrunarrými fyrir einstaklinga með fíknivanda og/eða fjölþættan vanda?
Skriflegt svar óskast.