Ferill 1138. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1905 — 1138. mál.
Fyrirspurn
til innviðaráðherra um framkvæmdir í Gufudalssveit.
Frá Teiti Birni Einarssyni.
1. Hvenær er áætlað að útboð vegna vegaframkvæmda í Gufudalssveit, nánar tiltekið þverunar Gufufjarðar og Djúpafjarðar, fari fram?
2. Hvenær er áætlað að framkvæmdir vegna þverunar Gufufjarðar og Djúpafjarðar hefjist?
Skriflegt svar óskast.