Ferill 1135. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1896 — 1135. mál.
Fyrirspurn
til dómsmálaráðherra um dvalarleyfisskírteini.
Frá Arndísi Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur.
1. Hver tekur ákvörðun um útlit og efni dvalarleyfisskírteina sem gefin eru út skv. 54. gr. laga um útlendinga, nr. 80/2016, og eftir hvaða lögum, reglum, viðmiðum og leiðbeiningum er farið við þá ákvörðun?
2. Hvaða upplýsingar koma fram á dvalarleyfisskírteinum sem gefin eru út nú og á hvorri hlið skírteinisins koma þær fram?
3. Hvaða breytingar hafa verið gerðar á útliti og efni dvalarleyfisskírteina frá árinu 2013? Hvers vegna voru þær breytingar gerðar?
Skriflegt svar óskast.