Ferill 1114. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1848 — 1114. mál.
Fyrirspurn
til heilbrigðisráðherra um starfsemi geðheilsuteyma.
Frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.
1. Hversu margir hafa sótt þjónustu hjá geðheilsuteymum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá því að þau tóku til starfa? Svar óskast sundurliðað eftir fjölda þjónustuþega, meðferðarúrræðum og geðheilsuteymum.
2. Hversu langur er meðalbiðtími eftir þjónustu geðheilsuteyma og hvað telur ráðherra ásættanlegan biðtíma eftir þjónustu?
3. Hversu margir umsækjendur hafa ekki fengið þjónustu hjá geðheilsuteymum eða verið vísað frá? Er ráðherra kunnugt um hvort þeir hafi fengið þjónustu annars staðar?
4. Hvernig er hlutfallsleg álagsdreifing á mismunandi geðheilsuteymi á höfuðborgarsvæðinu eftir stærð þjónustusvæða þeirra, hvernig eru þau mönnuð og hvert er samstarf þeirra, annars vegar við heilsugæsluna og hins vegar við þriðja stigs geðheilbrigðisþjónustu á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri?
5. Hver eru geðheilsuteymin sem starfa á landsvísu og hvaða hópum þjóna þau? Óskað er eftir tölulegum upplýsingum um fjölda þjónustuþega frá því teymin voru sett á laggirnar.
Skriflegt svar óskast.