Ferill 1107. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1818  —  1107. mál.




Fyrirspurn


til forsætisráðherra um viðskiptareikninga við Seðlabanka Íslands.

Frá Ásthildi Lóu Þórsdóttur.


     1.      Hvaða aðilar eiga viðskiptareikninga við Seðlabanka Íslands og hvernig skiptast þeir í flokka?
     2.      Hver var meðalfjárhæð innstæðna á viðskiptareikningum við Seðlabanka Íslands í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2021, sundurliðuð eftir flokkum reikningseigenda?
     3.      Hver var fjárhæð greiddra vaxta til eigenda viðskiptareikninga við Seðlabanka Íslands í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2021, sundurliðuð eftir flokkum reikningseigenda?
     4.      Hver er uppruni þess fjár sem er notað til að greiða vexti til eigenda viðskiptareikninga við Seðlabanka Íslands?


Skriflegt svar óskast.