Ferill 1084. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 2005 — 1084. mál.
Svar
mennta- og barnamálaráðherra við fyrirspurn frá Indriða Inga Stefánssyni um netöryggi.
Fyrirspurnin hljóðar svo:
Hvaða samræmdu reglur og viðmið gilda í ráðuneytinu um lykilorð? Hvaða ferlar eru til staðar til að endurskoða þau og bregðast við ef upp kemur gagnaleki eða aðrar hættur varðandi netöryggi?
Um lykilorð starfsmanna ráðuneytisins gildir eftirfarandi: Tryggt er að lykilorð séu endurnýjuð reglulega og uppfylli fyrirframákveðin skilyrði. Sjálfvirkt ferli minnir starfsmenn á aldur lykilorðs og lokar á aðganginn sé því ekki breytt innan tímaramma. Að auki er tveggja þátta auðkenningar krafist þar sem við á. Virkja má sjálfvirkt ferli til að loka aðgöngum og kalla fram endurnýjun tiltekinna eða allra lykilorða ef þörf krefur.