Ferill 1036. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1655 — 1036. mál.
Fyrirspurn
til heilbrigðisráðherra um stöðugildi lækna og hjúkrunarfræðinga.
Frá Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur.
1. Hversu mörg voru stöðugildi lækna og hjúkrunarfræðinga árin 2017–2022? Svar óskast sundurliðað eftir heilsugæslustöðvum, sjúkrahúsum, öldrunarheimilum og öðrum heilbrigðisstofnunum.
2. Í hversu mörgum þessara stöðugilda var fastráðið starfsfólk á sama bili? Svar óskast sundurliðað eftir læknum og hjúkrunarfræðingum.
3. Í hversu mörgum þessara stöðugilda var lausráðið starfsfólk eða verktakar á sama bili? Svar óskast sundurliðað eftir læknum og hjúkrunarfræðingum.
4. Hversu mörg þessara stöðugilda voru ómönnuð á sama bili? Svar óskast sundurliðað eftir læknum og hjúkrunarfræðingum.
5. Í hversu mörgum þessara stöðugilda voru nemar á sama bili? Svar óskast sundurliðað eftir læknum og hjúkrunarfræðingum.
Skriflegt svar óskast.