Ferill 1023. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1632 — 1023. mál.
Fyrirspurn
til innviðaráðherra um póstnúmer Kjósarhrepps.
Frá Gísla Rafni Ólafssyni.
Hvers vegna er póstnúmer Kjósarhrepps 276 Mosfellsbær en ekki 276 Kjós eins og sveitarstjórn hefur ítrekað óskað eftir?
Skriflegt svar óskast.