Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

351 | Veiðigjald (aflaverðmæti í reiknistofni)

156. þing | 30.4.2025 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 86 | Þingskjöl: 9 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að tryggja þjóðinni hlutdeild í arði af sjávarauðlindum með því að láta reiknað aflaverðmæti endurspegla raunverulegt aflaverðmæti og þannig tryggja réttlát auðlindagjöld sem standa undir rannsóknum, stjórn, eftirliti og umsjón með fiskveiðum og fiskvinnslu.

Helstu breytingar og nýjungar: Frumvarpið felur í sér nýja aðferð við ákvörðun aflaverðmætis í reiknistofni veiðigjalds. Lagt er til að frystiskip verði undanskilin útreikningi reiknistofns. Jafnframt er gert ráð fyrir að aflaverðmæti landaðs frysts afla lækki um 20% þegar 50% eða meira af afla tiltekinnar tegundar er frystur, óháð því hvort um frystiskip er að ræða eða ekki. Fyrir síld, kolmunna og makríl yrði miðað við meðalverð samkvæmt opinberum gögnum frá Fiskeridirektoratet í Noregi (fiskistofu Noregs). Fyrir þorsk og ýsu yrði miðað við meðalverð á fiskmörkuðum innanlands að teknu tilliti til vegins meðaltals slægs og óslægðs afla og gert er ráð fyrir að Fiskistofa safni þeim upplýsingum og birti opinberlega. Einnig er lagt til þrepaskipt frítekjumark í stað eins almenns frítekjumarks; fyrir alla nytjastofna nema þorsk og ýsu yrði það 40% af fyrstu 9 milljónum kr. álagningar en fyrir þorsk og ýsu 40% af fyrstu 50 milljónum kr. álagningar.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um veiðigjald, nr. 145/2018.

Kostnaður og tekjur: Áætlað er að breytingarnar hækki tekjur ríkissjóðs um 8–10 milljarða kr. árlega frá og með 2026. Áætlað álagt veiðigjald er því um 19,5 milljarðar kr. árið 2026 en m.t.t. frítekjumarks er gert ráð fyrir að innheimt veiðigjald verði um 17,3 milljarðar kr.

Aðrar upplýsingar:


Álitsgerð auðlindanefndar um stjórn auðlinda Íslands. Forsætisráðuneytið, 29. september 2000.


Löggjöf á Norðurlöndum

Færeyjar
Løgtingslóg nr. 77 frá 5. mai 2021 um veiðigjøld fyri fiskiskap, sum seinast broytt við løgtingslóg nr. 41 frá 25. mars 2025.

Grænland
Inatsisartutlov om ressourceafgift på grønlandsk fiskeri nr. 46 frá 23. nóvember 2017.

Afgreiðsla: Samþykkt með töluverðum breytingum. Ákveðið var að þegar 50% eða meira af lönduðum afla fiskiskips, sem ekki telst frystiskip í skilningi þessara laga, í einstakri tegund eru frystar afurðir skyldi lækka aflaverðmæti þeirrar tegundar þess skips um 20%. Þá var ákveðið að aflaverðmæti makríls skyldi miðast við 80% af norsku markaðsverði. Samþykkt var að Fiskistofu yrði falið að reikna aflaverðmæti þorsks og ýsu á grundvelli gagna frá Verðlagsstofu skiptaverðs, birta vegið meðaltalsverð slægðs og óslægðs afla og afhenda ríkisskattstjóra útreikningana sem leggur þá til grundvallar við útreikning veiðigjalds. Einnig var samþykkt að breyta þrepaskiptingu frítekjumarks fyrir þorsk og ýsu í 65% af fyrstu 15 milljónum kr. álagningar og 45% af næstu 55 milljónum kr. álagningar. Ákveðið var að innleiða nýju reikniaðferðina í áföngum þannig að fyrir veiðigjaldsárið 2026 skyldi veiðigjald vegna síldar, kolmunna, makríls, þorsks og ýsu nema 85% af fjárhæð veiðigjalds og 95% veiðigjaldsárið 2027.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Atvinnuvegir: Sjávarútvegur  |  Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál

Þingskjöl

Þingskjal 434 | 30.4.2025
Þingskjal 723 | 14.6.2025
Þingskjal 738 | 18.6.2025
Þingskjal 864 | 11.7.2025
Þingskjal 870 | 14.7.2025

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 16.5.2025
Akranesbær (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 23.5.2025
Akureyrarbær (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 22.5.2025
Atvinnuvegaráðuneyti (minnisblað)
Atvinnuveganefnd | 13.6.2025
Atvinnuvegaráðuneyti (minnisblað)
Atvinnuveganefnd | 24.6.2025
Atvinnuvegaráðuneyti (upplýsingar)
Atvinnuveganefnd | 26.5.2025
BHM (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 26.5.2025
BSRB (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 26.5.2025
Byggðastofnun (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 26.5.2025
Dalvíkurbyggð (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 26.5.2025
Fjarðabyggð (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 1.6.2025
Grindavíkurbær (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 7.7.2025
Atvinnuveganefnd | 26.5.2025
Grýtubakkahreppur (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 7.7.2025
Grýtubakkahreppur (viðbótarumsögn)
Atvinnuveganefnd | 26.5.2025
Hásteinn (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 26.5.2025
Ísafjarðarbær (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 26.5.2025
Kerecis ehf. (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 4.6.2025
Kerecis ehf. (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 26.5.2025
KPMG Law (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 13.5.2025
Langanesbyggð (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 23.5.2025
Múlaþing (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 26.5.2025
Norðurþing (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 26.5.2025
Ragnar Árnason (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 26.5.2025
Atvinnuveganefnd | 5.6.2025
Sigbjorn Tveteras (upplýsingar)
Atvinnuveganefnd | 5.6.2025
Sigbjorn Tveteras (upplýsingar)
Atvinnuveganefnd | 26.5.2025
Atvinnuveganefnd | 20.6.2025
Skatturinn (upplýsingar)
Atvinnuveganefnd | 20.6.2025
Skatturinn (upplýsingar)
Atvinnuveganefnd | 20.6.2025
Skatturinn (upplýsingar)
Atvinnuveganefnd | 20.6.2025
Skatturinn (upplýsingar)
Atvinnuveganefnd | 20.6.2025
Skatturinn (upplýsingar)
Atvinnuveganefnd | 20.6.2025
Skatturinn (upplýsingar)
Atvinnuveganefnd | 20.6.2025
Skatturinn (upplýsingar)
Atvinnuveganefnd | 20.6.2025
Skatturinn (upplýsingar)
Atvinnuveganefnd | 20.6.2025
Skatturinn (upplýsingar)
Atvinnuveganefnd | 21.6.2025
Skatturinn (upplýsingar)
Atvinnuveganefnd | 21.6.2025
Skatturinn (upplýsingar)
Atvinnuveganefnd | 21.6.2025
Skatturinn (upplýsingar)
Atvinnuveganefnd | 21.6.2025
Skatturinn (upplýsingar)
Atvinnuveganefnd | 21.6.2025
Skatturinn (upplýsingar)
Atvinnuveganefnd | 21.6.2025
Skatturinn (upplýsingar)
Atvinnuveganefnd | 26.5.2025
Atvinnuveganefnd | 26.5.2025
Snæfellsbær (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 28.5.2025
Suðurnesjabær (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 26.5.2025
Vestmannaeyjabær (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 26.5.2025
Vesturbyggð (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 26.5.2025
Atvinnuveganefnd | 25.5.2025
Þórður Bergsson (umsögn)