Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

279 | Veitingastaðir, gististaðir og skemmtanahald (skammtímaleiga, gagnaöflun og rekstrarleyfi)

156. þing | 31.3.2025 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 13 | Þingskjöl: 2 | Nefnd: AV | Staða: Úr nefnd

Samantekt

Markmið: Að auka framboð íbúðarhúsnæðis innan þéttbýlis með því að draga úr skammtímaleigu án skráningar og tilskilinna leyfa, tryggja öryggi ferðamanna og styrkja eftirlit og yfirsýn stjórnvalda yfir gististarfsemi.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að heimagisting verði bundin við lögheimili einstaklings og eina aðra fasteign í eigu hans utan þéttbýlis. Þá er gert ráð fyrir að rekstrarleyfi til gististarfsemi í íbúðarhúsnæði innan þéttbýlis verði tímabundin til fimm ára í senn. Þá er lagt til að sýslumaður fái heimild til að óska eftir upplýsingum frá ríkisskattstjóra í tengslum við eftirlit með skráningarskyldri heimagistingu og rekstrarleyfisskyldri gististarfsemi.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007.

Kostnaður og tekjur: Áætlað er að auknar skatttekjur geti numið milljónum króna árlega ef leyfislausri gististarfsemi fækkar um 20–25%, auk þess sem rekstrarleyfisbundin starfsemi myndi skila hærri skattgreiðslum.

Aðrar upplýsingar:

Hagstofa Íslands: Tölfræði um gistingu.

Reglugerð nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Afgreiðsla: Afgreitt úr nefnd til 2. umræðu.

Efnisflokkar: Atvinnuvegir: Ferðaþjónusta  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál

Þingskjöl

Þingskjal 315 | 31.3.2025
Þingskjal 805 | 1.7.2025

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 19.5.2025
Atvinnuveganefnd | 20.5.2025
Heimaleiga ehf (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 20.5.2025
Reykjavíkurborg (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 26.5.2025
Reykjavíkurborg (viðbótarumsögn)