Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

263 | Fjármálafyrirtæki (CRR III)

156. þing | 29.3.2025 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 6 | Þingskjöl: 2 | Staða: Bíður 2. umræðu

Samantekt

Markmið: Að innleiða reglugerð (ESB) 2024/1623 (CRR III) og framselda reglugerð (ESB) 2024/2795 í íslenskan rétt um varfærniskröfur til fjármálafyrirtækja, sem miða að því að gera mat á áhættu markvissara og efla viðnámsþrótt og fjármálastöðugleika.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagðar eru til breytingar á því hvernig bankar meta áhættu á útlánum, eignum og rekstri. Gert er ráð fyrir að nýju reglurnar geri greinarmun á áhættu eftir því hversu stórt hlutfall fasteignaláns er miðað við verðmæti eignar. Einnig er lagt til að skilgreiningum verði breytt eða bætt við, m.a. um lagalega áhættu, líkanaáhættu og íbúðar-/viðskiptahúsnæði. Auk þess er lagt til að uppfæra reglur um markaðsáhættu og rekstraráhættu  og nýtt „úttaksgólf“ (minnsta viðmiðun fyrir áhættumælingar) tekið upp.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2024/1623 frá 31. maí 2024 um breytingu á reglugerð (ESB) 575/2013 að því er varðar kröfur vegna útlánaáhættu, leiðréttingaráhættu vegna útlánavirðis, rekstraráhættu, markaðsáhættu og úttaksgólf (CRR III-reglugerð).


Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2024/2795 frá 24. júlí 2024 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 575/2013 að því er varðar framkvæmdardagsetningu krafna um eiginfjárgrunn vegna markaðsáhættu.


Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Bekendtgørelse af lov om finansiel virksomhed LBK nr 650 af 09/06/2025.

Finnland
Kreditinstitutslag 610/2014.

Noregur
Lov om finansforetak og finanskonsern (finansforetaksloven) LOV-2015-04-10-17.
Forskrift om kapitalkrav og gjennomføring av CRR/CRD-regelverket (CRR/CRD-forskriften) FOR-2014-08-22-1097.

Svíþjóð
Lag  om bank- och finansieringsrörelse (2004:297).
Lag om kapitalbuffertar (2014:966).
Lag om särskild tillsyn över kreditinstitut och värdepappersbolag (2014:968).

Afgreiðsla: Afgreitt úr nefnd til 2. umræðu.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Hagstjórn: Efnahagsmál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 295 | 29.3.2025
Flutningsmenn: Daði Már Kristófersson

Umsagnir