Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

260 | Breyting á ýmsum lögum um skatta, tolla og gjöld (aðgerðir gegn peningaþvætti, viðurlög o.fl.)

156. þing | 29.3.2025 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 5 | Nefnd: EV | Staða: Úr nefnd (eftir 2. umræðu)

Samantekt

Markmið: Að styrkja eftirlit og varnir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, bæta réttaröryggi skattaðila og tryggja fulla jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku.

Helstu breytingar og nýjungar: Frumvarpið kveður á um að tilkynningarskylda vegna flutnings á fjármunum til og frá landinu að fjárhæð sem nemur 10.000 evrum eða meira nái einnig til póstsendinga. Gert er ráð fyrir að vanræksla á tilkynningarskyldu varði sekt sem nemi 20% af verðmæti þeirra fjármuna sem ekki er tilkynnt um. Þá er lagt til að tollyfirvöld fái heimild til að leita í innrituðum farangri farþega og áhafna án þess að viðkomandi sé viðstaddur ef það myndi annars leiða til óhóflegra tafa. Auk þess er lagt til að hægt verði að sekta lögaðila fyrir brot á tollalögum, s.s. fyrir að veita rangar upplýsingar um vöru, óháð því hvort hægt sé að sanna sök á hendur einstaka starfsmönnum. Jafnframt er lagt til að skattaðilar fái rétt til að kæra synjun ríkisskattstjóra um breytingar á fyrri ákvörðunum til yfirskattanefndar. Einnig er gert ráð fyrir að skattfrelsi á styrkjum til kaupa á hreinorkubifreiðum verði framlengt til loka árs 2027. Þá er lagt til að hækka jöfnunargjald vegna dreifingar raforku á bæði forgangsorku og skerðanlegan flutning raforku.

Breytingar á lögum og tengd mál: Tollalög, nr. 88/20050.

Lög um virðisaukaskatt, nr. 50/1988.
Lög um umhverfis- og auðlindaskatta, nr. 129/2009.
Lög um tekjuskatt, nr. 90/2003.
Lög um póstþjónustu, nr. 98/2019.
Lög um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku, nr. 98/2004.

Kostnaður og tekjur:

Gert er ráð fyrir að tekjutap ríkissjóðs vegna framlengingar á skattfrelsi styrkja til einstaklinga vegna kaupa á hreinorkubílum verði 500 milljónir kr. árið 2025 og 300 milljónir kr. árin 2026 og 2027. Jafnframt er gert ráð fyrir að hækkun jöfnunargjalds á forgangsorku muni skila ríkissjóði 650 milljónum kr. í viðbótartekjur árið 2025. Þar sem virðisaukaskattur leggst á gjaldið er gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af honum aukist um 156 milljónir kr. árið 2025.

Afgreiðsla: Afgreitt úr nefnd til 3. umræðu.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Samgöngumál: Fjarskipti og póstmál  |  Umhverfismál: Orkumál og auðlindir  |  Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 292 | 29.3.2025
Flutningsmenn: Daði Már Kristófersson
Þingskjal 836 | 5.7.2025
Þingskjal 846 | 8.7.2025

Umsagnir