Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

235 | Dýrasjúkdómar og varnir gegn þeim (riðuveiki o.fl.)

156. þing | 29.3.2025 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 2 | Staða: Bíður 2. umræðu

Samantekt

Markmið: Að tryggja lagastoð fyrir því að hægt sé að innleiða tillögur sem lagðar eru fram í skýrslunni Landsáætlun um útrýmingu sauðfjárriðu og auka skilvirkni stjórnsýslu í tengslum við varnir og viðbrögð við alvarlegum dýrasjúkdómum.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að ráðherra fái heimild til að skylda bændur til að rækta dýr með arfgerðir sem gera þau ónæm fyrir ákveðnum sjúkdómum, t.d. riðuveiki. Einnig er lagt til að ráðherra geti falið Matvælastofnun að ákveða aðgerðir og greiðslu bóta vegna sjúkdóma. Þá er gert ráð fyrir að ráðherra geti sett reglur um flokkun landsvæða, bæja og starfsstöðva eftir áhættu til að hindra útbreiðslu dýrasjúkdóma, og skal Matvælastofnun birta flokkunina opinberlega.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr. 25/1993.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum umfram þegar samþykktar fjárveitingar í tengslum við landsáætlun um útrýmingu á riðu. Breytingarnar geta hins vegar stuðlað að skilvirkari stjórnsýslu og hugsanlega lækkað kostnað til lengri tíma litið.

Aðrar upplýsingar:

Landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu. Matvælaráðuneytið, júlí 2024.

Afgreiðsla: Frumvarpið var afgreitt úr nefnd til 2. umræðu.

Efnisflokkar: Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðiseftirlit  |  Atvinnuvegir: Landbúnaður

Þingskjöl

Þingskjal 266 | 29.3.2025
Þingskjal 558 | 26.5.2025
Flutningsmenn: Atvinnuveganefnd

Umsagnir