Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
156. þing
| 22.3.2025
| Lagafrumvarp
| Stjórnarmál
Samþykkt
Umsagnir: 12 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að framlengja stuðningsúrræði til íbúa og fyrirtækja meðan óvissa varir þannig að þau hafi raunhæfan tíma til að taka upplýstar ákvarðanir um framtíð sína þegar staðan í bænum skýrist.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að framlengja umsóknarfrest íbúa í Grindavík til að selja íbúðarhúsnæði sitt til fasteignafélagsins Þórkötlu frá 1. apríl til 1. júlí 2025 og áfram er gert ráð fyrir að greiðsla fyrir íbúðarhúsnæði nemi 95% af brunabótamati eins og það var skráð 31. desember 2024. Einnig er lagt til að gildistími ríkisábyrgðar á stuðningslánum til rekstraraðila í Grindavík verði framlengdur um eitt ár, til 1. júní 2026.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík, nr. 16/2024.
Kostnaður og tekjur:
Afgreiðsla: Samþykkt með þeirri breytingu að umsóknarfrestur var lengdur til 1. janúar 2026 í stað 1. júlí 2025.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd | Atvinnuvegir: Viðskipti