Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

175 | Jarðalög o.fl. (forkaupsréttur sameigenda o.fl.)

156. þing | 14.3.2025 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: AM | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (3.4.2025)

Samantekt

Markmið: Að tryggja skýrari og skilvirkari reglur um jarðir í óskiptri sameign þannig að nýting þeirra verði í samræmi við landkosti, stuðli að virkri búsetu og landbúnaði og auðveldi eigendum að losna úr sameign þegar samkomulag næst ekki.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að forkaupsréttur sameigenda verði takmarkaður þannig að hann gildi ekki lengur við erfðir, búskipti eða sölu til maka, ættingja eða annarra sameigenda en áfram þegar eignarhlutur er seldur til utanaðkomandi aðila. Þá er gert ráð fyrir að sameigendur fái rétt til að krefjast nauðungarsölu ef ekki er hægt að skipta jörð í samræmi við skipulagsáætlanir sveitarfélags. Enn fremur er lagt til að þeir sem búa á jörð og reka þar lögbýli fái innlausnarrétt til að tryggja áframhaldandi búsetu, að sýslumönnum verði veitt aukið svigrúm til að tilnefna fyrirsvarsmenn jarða og að hámarksleigutími ríkisjarða lengist úr 10 árum í 50 ár.

Breytingar á lögum og tengd mál: Jarðalög, nr. 81/2004.

Lög um skráningu, merki og mat fasteigna, nr. 6/2001.
Ábúðarlög, nr. 80/2004.
Lög um nauðungarsölu, nr. 90/1991.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Dómur Héraðsdóms Reykjaness í máli nr. T-232/2024.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar  |  Atvinnuvegir: Landbúnaður  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Lög og réttur: Persónuleg réttindi  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 187 | 14.3.2025

Umsagnir