Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

159 | Stjórn fiskveiða (gagnsæi og tengdir aðilar)

156. þing | 11.3.2025 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 18 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: AV | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (1.4.2025)

Samantekt

Markmið: Að auka gagnsæi í sjávarútvegi og tryggja virkni reglna um hámarksaflahlutdeild með skýrari upplýsingaskyldu og öflugri eftirlitsheimildum Fiskistofu.

Helstu breytingar og nýjungar:

Frumvarpið kveður á um auknar heimildir Fiskistofu til að safna og birta upplýsingar, m.a. um viðskipti með aflahlutdeildir og kaupverð þeirra. Lagt er til að skilgreining tengdra aðila verði endurskoðuð og samræmd við samkeppnislög þannig að fleiri tegundir fjölskyldutengsla geri einstaklinga að tengdum aðilum, og eignarhlutdeild útgerðar sem nemur 20% eða meira í annarri útgerð verði tekin með við útreikning hámarksaflahlutdeildar. Gert er ráð fyrir að útgerðir sem fara með meira en 1% aflahlutdeild eða 0,1% krókaaflahlutdeild verði skyldaðar til að veita Fiskistofu reglulega upplýsingar um eignarhald og tengsl útgerða. Einnig er gert ráð fyrir að Fiskistofa skuli birta yfirlit um samanlagða aflahlutdeild og tengsl milli útgerða og skrá þær í miðlægan gagnagrunn sem verður aðgengilegur öðrum stjórnvöldum.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir auknum útgjöldum Fiskistofu en kostnaður er ekki tilgreindur í frumvarpinu. Þó er gert ráð fyrir að til lengri tíma sparist fé vegna skilvirkari stjórnsýslu og betra eftirlits.

Aðrar upplýsingar:

Auðlindin okkar – Sjálfbær sjávarútvegur. Matvælaráðuneytið, ágúst 2023.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar til Alþingis um eftirlit Fiskistofu, desember 2018.

Bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni - Skýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, júní 2020.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Atvinnuvegir: Sjávarútvegur  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 165 | 11.3.2025

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 10.4.2025
Atvinnuvegaráðuneyti (minnisblað)
Atvinnuveganefnd | 1.4.2025
Fiskistofa (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 31.3.2025
Jón Guðmundsson (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 1.4.2025
Persónuvernd (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 1.4.2025
Samherji hf. (umsögn)