Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

111 | Greiðslur yfir landamæri í evrum

156. þing | 18.2.2025 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að innleiða reglugerð (ESB) 2021/1230 um greiðslur yfir landamæri og tryggja áframhaldandi lagagildi reglugerðar (ESB) nr. 260/2012. Að jafna gjöld fyrir evrugreiðslur yfir landamæri og auka gagnsæi við gjaldmiðilsumreikning.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að gjöld fyrir evrugreiðslur yfir landamæri skulu vera þau sömu og fyrir samsvarandi greiðslur innanlands í krónum. Einnig er gert ráð fyrir að bæta upplýsingagjöf til greiðenda um gjöld vegna gjaldmiðilsumreiknings.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um greiðslur yfir landamæri í evrum, nr. 78/2014. Jafnframt verða breytingar á lögum um greiðsluþjónustu, nr. 114/2021.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/1230 frá 14. júlí 2021 um greiðslur yfir landamæri í Sambandinu (kerfisbinding).


Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 260/2012 frá 14. mars 2012 um að koma á tæknilegum og viðskiptalegum kröfum fyrir millifærslur fjármuna og beingreiðslur í evrum og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 924/2009.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Hagstjórn: Efnahagsmál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 111 | 18.2.2025
Flutningsmenn: Daði Már Kristófersson
Þingskjal 520 | 19.5.2025
Þingskjal 575 | 26.5.2025

Umsagnir