Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 1 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið
Markmið: Að veita ríkisstjórninni heimild til að samþykkja hækkun á kvóta Íslands hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) í samræmi við sextándu almennu endurskoðun á kvóta sjóðsins þannig að Ísland viðhaldi hlutfallslegu atkvæðavægi sínu og möguleikum á fjármögnun.
Helstu breytingar og nýjungar: Frumvarpið felur í sér heimild til að hækka kvóta Íslands hjá AGS úr 321,8 milljónum SDR í 482,7 milljónir SDR í samræmi við samþykkt AGS um að hækka kvóta allra aðildarríkja um 50%. Með hækkuninni er tryggt að Ísland haldi óbreyttri stöðu sinni innan sjóðsins.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Hagstjórn: Efnahagsmál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins