Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 1 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið
Markmið: Að tryggja áframhaldandi stuðning við atvinnurekstur í Grindavík vegna óvissu um jarðhræringar og eldsumbrot á Reykjanesskaga.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að framlengja úrræði laganna um eitt ár eða til 31. desember 2025.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um Afurðasjóð Grindavíkurbæjar, nr. 74/2024.
Kostnaður og tekjur: Fjárhagsáhrif breytast ekki frá áður áætluðu mati. Ef til tjóns kemur má gróflega áætla að það geti numið allt að 400 milljónum kr. að teknu tilliti til eigin áhættu rekstraraðila. Fjárveiting ríkissjóðs til sjóðsins mun ekki nema hærri fjárhæð en það, óháð því hvort tjón hafi farið fram úr þeim mörkum.
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd