Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 6 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að framlengja hámarkstíma dvalarleyfa fyrir einstaklinga sem eru hér á landi á grundvelli sameiginlegrar verndar vegna fjöldaflótta til að tryggja fyrirsjáanleika, minnka álag á stjórnvöld og samræma framkvæmd við önnur Evrópuríki.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að heimilt verði að framlengja dvalarleyfi sem veitt eru vegna fjöldaflótta í allt að fimm ár í stað þriggja.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um útlendinga, nr. 80/2016.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir kostnaðarauka fyrir ríkissjóð á næstu tveimur árum. Ófyrirséður kostnaður vegna þjónustu við umsækjendur um vernd og einstaklinga sem hlotið hafa vernd á öðrum grundvelli verður þó áfram til staðar.
Aðrar upplýsingar: Dómsmálaráðherra framlengir beitingu 44. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016. Dómsmálaráðuneytið, 22. febrúar 2024.
Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.
Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit