Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 54 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið
Markmið: Að bæta lagaumgjörð skattkerfisins, styrkja eftirlit, samræma reglur milli lagabálka, stuðla að heilbrigðri samkeppni og innleiða nýjar tekjuöflunarleiðir fyrir ríkið.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um tekjuskatt, nr. 90/2003.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir að breytingar á gistináttaskatti og nýtt innviðagjald muni skila ríkissjóði 5,8 milljörðum kr. í tekjur og gjöld á nikótínvörur og rafrettur auk hliðaráhrifa af virðisaukaskatti um 5,7 milljörðum kr. Áætlaðar heildartekjur vegna ársins 2025 eru því um 11,5 milljarðar kr. Áætluð nettóútgjöld vegna fyrirhugaðra breytinga á stuðningi við nýsköpunarfyrirtæki eru um 3,5-4,5 milljarðar kr. Samkvæmt grunnspá um stuðning vegna byggingar brúr yfir Ölfusá gætu útgjöld ríkissjóðs numið 1,5 milljarði kr. yfir tíu ára tímabil en samkvæmt lágspá gætu þau numið 9,8 milljörðum kr.
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum. Gjaldi á nikótínvörur, rafrettur og áfyllingar var breytt þannig að það miðist við nikótínstyrk (mg/g) með þrepaskiptingu í stað heildarþyngdar. Gerðar voru ýmsar breytingar hvað varðar endurskoðun stuðnings við nýsköpunarfyrirtæki og má þar helst nefna að ákveðið var að endurgreiðsluhlutföll og þök á hámarkskostnaði haldist óbreytt.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál | Hagstjórn: Skattar og tollar | Atvinnuvegir: Viðskipti