Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

298 | Stuðningslán til rekstraraðila í Grindavíkurbæ vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga

155. þing | 22.10.2024 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 20 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að viðhalda atvinnustarfsemi rekstraraðila í Grindavíkurbæ, einkum minni rekstraraðila sem hafa orðið fyrir tekjufalli vegna jarðhræringa á sunnanverðu Reykjanesi, eða eftir atvikum til að aðstoða rekstraraðila til að byggja upp starfsemi annars staðar á landinu.

Helstu breytingar og nýjungar: Frumvarpið kveður á um stuðningslán til rekstraraðila í Grindavíkurbæ til að viðhalda atvinnustarfsemi og draga úr neikvæðum áhrifum á svæðið. Lagt er til að ríkissjóður ábyrgist 90% stuðningslána sem fjármálastofnanir veita rekstraraðilum sem stunduðu atvinnustarfsemi í Grindavíkurbæ á tilteknu tímabili og urðu fyrir verulegu tekjutapi vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Lánin má einungis nýta til að standa undir rekstrarkostnaði eða byggja upp starfsemi á nýjum stað.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög.

Kostnaður og tekjur: Kostnaður fellur einungis á ríkissjóð ef fyrirtæki standa ekki í skilum með stuðningslán.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingu.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 305 | 22.10.2024
Þingskjal 339 | 12.11.2024
Þingskjal 368 | 14.11.2024
Þingskjal 389 | 15.11.2024

Umsagnir

24.10.2024
Hallak ehf (umsögn)