Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

296 | Heilbrigðisþjónusta og landlæknir og lýðheilsa (fækkun hæfnisnefnda)

155. þing | 17.10.2024 | Lagafrumvarp

Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 1 | Staða: Dreift

Samantekt

Markmið:

Að auka skilvirkni, hagræðingu og gagnsæi og tryggja sjálfstæði forstöðumanna við ráðningu stjórnenda í heilbrigðisþjónustu.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að fastar hæfnisnefndir, sem falið hefur verið að meta hæfni umsækjenda um stöður stjórnenda og millistjórnenda á málefnasviði heilbrigðisráðuneytis, verði lagðar niður og að ráðningarferlið verði samræmt almennum reglum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um heilbrigðisþjónustu, nr. 40/2007.

Lög um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007.

Kostnaður og tekjur: Verði frumvarpið samþykkt má gera ráð fyrir jákvæðum fjárhagslegum áhrifum á ríkissjóð, með fækkun fastra, lögbundinna hæfnisnefnda.

Afgreiðsla: Ekki var mælt fyrir frumvarpinu.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Atvinnumál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál

Þingskjöl

Þingskjal 302 | 17.10.2024
Flutningsmenn: Willum Þór Þórsson