Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

276 | Fasteignir sjúkrahúsa ohf

155. þing | 9.10.2024 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 1 | Staða: Dreift

Samantekt

Markmið:

Að tryggja faglega og hagkvæma framkvæmd sjúkrahúsbygginga með þriðja stigs heilbrigðisþjónustu með því að sameina undirbúning, framkvæmd og umsýslu fasteigna hjá sérhæfðu opinberu hlutafélagi.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að nafni Nýs Landspítala ohf. verði breytt í Fasteignir sjúkrahúsa ohf. þar sem verkefni félagsins munu ekki lengur einskorðast við Landspítalann þótt þau haldi áfram að vega þyngst á næstu árum. Jafnframt er lagt til að hlutverk og verkefni félagsins verði skilgreind nánar og formfest í lögum. Einnig er gert ráð fyrir að veita heimild til að færa eignarhald og umsýslu fasteigna sem nýttar eru undir annars og þriðja stigs heilbrigðisþjónustu til félagsins, sem yrði þá miðlægur eignaumsýsluaðili með fasteignum sjúkrahúsa með sambærilegt hlutverk og Fasteignir Háskóla Íslands ehf.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um byggingu nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík, nr. 64/2010.

Kostnaður og tekjur: Kemur ekki fram í frumvarpi.

Afgreiðsla: Ekki var mælt fyrir frumvarpinu.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd

Þingskjöl

Þingskjal 282 | 9.10.2024