Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

275 | Tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda (erlendar fjárfestingar)

155. þing | 9.10.2024 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 1 | Staða: Dreift

Samantekt

Markmið: Að efla erlenda fjárfestingu á Íslandi, einkum í nýsköpun.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að erlendir aðilar verði undanþegnir skattskyldu á söluhagnaði hlutabréfa í íslenskum hlutafélögum og vegna hagnaðar af sölu hlutdeildarskírteina í íslenskum sjóðum. Þá er lagt til að tímamörk fyrir nýtingu eftirstöðva rekstrartapa verði felld brott.

Breytingar á lögum og tengd mál:

Lög um tekjuskatt, nr. 90/2003.
Lög um staðgreiðslu opinberra gjalda, nr. 45/1987.

Kostnaður og tekjur:

Gert er ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs lækki um 40–240 milljónir kr. á ári en á móti er búist við tekjum í gegnum aukna erlenda fjárfestingu. Þá ríkir töluverð óvissa í kringum áhrif þess að taka út tímamörk á nýtingu eftirstöðva rekstrartapa en áhrifin ættu þá aðeins að koma fram eftir 11 ár, sbr. ákvæði til bráðabirgða í a-lið 4. gr. Í öðrum löndum hefur verið gengið út frá því að sambærileg breyting, þ.e. að fella niður 10 ára tímamörk, hefði takmörkuð áhrif á tekjur ríkissjóðs.

Afgreiðsla: Ekki var mælt fyrir frumvarpinu.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 281 | 9.10.2024