Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

274 | Verndar- og orkunýtingaráætlun (virkjunarkostir í vindorku)

155. þing | 9.10.2024 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 1 | Staða: Dreift

Samantekt

Markmið: Að einfalda og skýra umgjörð um uppbyggingu vindorkuvera á Íslandi til vinnslu á grænni orku, stuðla að orkuskiptum og kolefnishlutleysi, en jafnframt vernda viðkvæm landsvæði og lágmarka umhverfisáhrif.

Helstu breytingar og nýjungar:

Frumvarpið skilgreinir vindorku sérstaklega í lögunum og kveður á um að vindorkuverkefni yfir 10 MW eða þar sem um er að ræða vindmyllur sem eru hærri en 100 metrar falli undir verndar- og orkunýtingaráætlun (rammaáætlun). Vindorkuver verða ekki heimil á friðlýstum svæðum, svæðum á B-hluta náttúruminjaskrár, svæðum innan marka friðhelgunar menningarminja, svæðum á heimsminjaskrá UNESCO eða Ramsar-svæðum, né innan marka miðhálendislínu. Sveitarfélög fá aukið vægi þar sem rammaáætlun verður ekki bindandi við gerð skipulagsáætlana þeirra þegar um er að ræða vindorkuverkefni. Þá er mælt fyrir um sérstaka málsmeðferð fyrir vindorkuverkefni sem uppfylla skilyrði um að styðja orkuskipti og kolefnishlutleysi, eru á röskuðum landsvæðum og hafa ekki alvarleg áhrif á verndarhagsmuni eða fuglalíf. Slík verkefni geta fengið einfaldari afgreiðslu. Verkefnisstjórn rammaáætlunar skal jafnframt taka mið af stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um verndar- og orkunýtingaráætlun, nr. 48/2011.

Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir óverulegum áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Vindorka – valkostir og greining. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, apríl 2023.



Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Bekendtgørelse af lov om planlægning (planloven) LBK nr 572 af 29/05/2024.

Bekendtgørelse om planlægning for og tilladelse til opstilling af vindmøller BEK nr 923 af 06/09/2019.

Finnland
Markanvändnings- och bygglag 132/1999.

Lag om förfarandet vid miljökonsekvensbedömning 252/2017.

Noregur
Lov om planlegging og byggesaksbehandling (plan- og bygningsloven) LOV-2008-06-27-71.

Lov om produksjon, omforming, overføring, omsetning, fordeling og bruk av energi m.m. (energiloven) LOV-1990-06-29-50.

Svíþjóð
Miljöbalk (1998:808).

Plan- och bygglag (2010:900).

Afgreiðsla: Ekki var mælt fyrir frumvarpinu.

Efnisflokkar: Umhverfismál: Orkumál og auðlindir  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd

Þingskjöl

Þingskjal 280 | 9.10.2024