Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

272 | Grunnskólar (námsmat)

155. þing | 9.10.2024 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 1 | Staða: Dreift

Samantekt

Markmið:

Að tryggja samræmt og áreiðanlegt námsmat í grunnskólum sem veitir heildstæða mynd af stöðu og framförum nemenda.

Helstu breytingar og nýjungar:

Með frumvarpinu er námsmat í grunnskólum skilgreint sem reglubundinn þáttur í skólastarfi sem sýnir stöðu og framfarir nemenda. Gert er ráð fyrir að samræmt námsmat í íslensku og stærðfræði verði lögfest í 4., 6. og 9. bekk í stað könnunarprófa. Þá er gert ráð fyrir að Miðstöð menntunar og skólaþjónustu útvegi matstæki og að ráðherra birti reglulega ópersónugreinanlegar upplýsingar um stöðu skólastarfs og geti veitt tímabundnar undanþágur ef sérstakar aðstæður krefjast.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um grunnskóla, nr. 91/2008.

Kostnaður og tekjur: Áætlað er að kostnaður vegna skyldubundins samræmds námsmats og annarra matstækja Matsferils verði 280 milljónir kr. árið 2024 og 425 milljónir kr. frá og með árinu 2025.

Afgreiðsla: Ekki var mælt fyrir frumvarpinu.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Mennta- og menningarmál: Menntamál

Þingskjöl

Þingskjal 277 | 9.10.2024
Flutningsmenn: Ásmundur Einar Daðason