Markmið:
Að innleiða reglugerð (ESB) 2022/123 í íslensk lög til að styrkja hlutverk Lyfjastofnunar Evrópu að því er varðar viðbúnað við krísu og krísustjórnun varðandi lyf og lækningatæki og tryggja skilvirka vöktun og upplýsingamiðlun um mikilvæg lyf og lækningatæki þegar bráð ógn við lýðheilsu eða meiri háttar atburður stendur yfir.
Helstu breytingar og nýjungar:
Lagt er til að innleiða reglugerð (ESB) nr. 2022/123 um að styrkja hlutverk Lyfjastofnunar Evrópu að því er varðar viðbúnað við krísu og krísustjórnun varðandi lyf og lækningatæki. Frumvarpið kveður á um að markaðsleyfishöfum, heildsölum, heilbrigðisstofnunum o.fl. beri skylda til að veita Lyfjastofnun upplýsingar um framboð og eftirspurn mikilvægra lyfja og lækningatækja, sem stofnunin miðlar til Lyfjastofnunar Evrópu. Jafnframt er lagt til að sett verði ný skilgreiningarákvæði, m.a. um bráða ógn við lýðheilsu, framboð, eftirspurn og lyfjaskort.
Breytingar á lögum og tengd mál:
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar:
Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB)
2022/123 frá 25. janúar 2022 um að styrkja hlutverk Lyfjastofnunar Evrópu að því er varðar viðbúnað við krísu og krísustjórnun varðandi lyf og lækningatæki.
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar:
Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál
|
Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins
|
Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál
|
Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál
|
Atvinnuvegir: Viðskipti