Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 3 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: VF | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (23.10.2024)
Markmið: Að tryggja skýrleika laganna og gagnsæi við málsmeðferð sjúkratryggingastofnunarinnar.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að skýra betur skyldu sjúkratryggingastofnunarinnar til að byggja ákvarðanatöku og stefnumótun á gagnreyndri meðferð ásamt faglegu og hagrænu mati. Jafnframt er gert ráð fyrir að biðtími eftir sjúkratryggingu við flutning til landsins styttist úr sex mánuðum í þrjá. Þá er lagt til að veita sjúkratryggingastofnuninni skýrari heimildir til að ákvarða hvort einstaklingur sé sjúkratryggður hér á landi á grundvelli búsetu. Enn fremur er lagt til að lögfesta greiðsluþátttöku fyrir læknismeðferð erlendis vegna biðtíma hér á landi. Loks er gert ráð fyrir að greiðsluþátttaka vegna veikinda og slysa utan Evrópska efnahagssvæðisins verði ekki almenn heldur gildi um afmarkaða hópa, s.s. einstaklinga sem stunda nám í öðru landi.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um sjúkratryggingar, nr. 112/2008.
Kostnaður og tekjur: Gert er ráð fyrir því að kostnaður af því að stytta biðtíma eftir sjúkratryggingu úr sex mánuðum í þrjá nemi um 90 milljónum kr. á ári. Ætla má að sparnaður hljótist af takmörkun á greiðsluþátttöku vegna veikinda og slysa utan EES en kostnaðurinn nam um 80 milljónum kr. árið 2023. Með því að gera málsmeðferð sjúkratryggingastofnunarinnar rafræna má gera ráð fyrir sparnaði upp á 10 milljónir kr. á ári. Þá er áætlað að einskiptiskostnaður vegna breytinga á tölvukerfum stofnunarinnar geti numið um 5–7 milljónum kr.
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Almannatryggingar | Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál | Lög og réttur: Persónuleg réttindi | Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál