Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 12 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: VF | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (9.10.2024)
Markmið: Að vernda almannaheill, líf og heilsu einstaklinga gegn smitsjúkdómum og annarri vá með því að fyrirbyggja, útrýma eða bæla niður sjúkdóma, takmarka útbreiðslu þeirra innanlands og koma í veg fyrir að þeir berist til eða frá landinu.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi sóttvarnalög, nr. 19/1997, og lög um heimild handa ríkisstjórninni til að banna flutning til landsins á varningi, sem stjórnin telur stafa sýkingarhættu af, nr. 8/1920. Jafnframt verða breytingar á lögum um landlækni og lýðheilsu, nr. 41/2007, lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994, lögum um matvæli, nr. 93/1995, og lögum um náttúruvernd, nr. 60/2013.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar: Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar | Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðismál | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Lög og réttur: Persónuleg réttindi | Samgöngumál: Samgöngur | Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál