Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

222 | Námsgögn

155. þing | 18.9.2024 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 15 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: AM | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (8.10.2024)

Samantekt

Markmið: Að tryggja gæði, framboð og fjölbreytileika námsgagna til að styðja við nám og kennslu á leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólastigi.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að sett verði ný heildarlög um námsgögn. Námsgögn í leik-, grunn- og framhaldsskólum skulu vera gjaldfrjáls fyrir börn að 18 ára aldri. Eitt af hlutverkum þróunarsjóðs námsgagna verður að stuðla að þýðingu námsgagna og tónlistarskólum verður heimilt að sækja um stuðning úr sjóðnum. Jafnframt skal birt útgáfuáætlun námsgagna til fimm ára í senn.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um námsgögn, nr. 71/2007. Jafnframt verða breytingar á lögum um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, nr. 91/2023.

Kostnaður og tekjur: Áætlað er að árlegur heildarkostnaður vegna gjaldfrjálsra námsgagna fyrir börn undir 18 ára aldri verði 340–380 milljónir kr. þegar breytingarnar verða innleiddar að fullu. Gert er ráð fyrir að kostnaður lækki síðar og verði um 300 milljónir kr. árlega vegna endurnýtingar námsgagna.

Aðrar upplýsingar:

Fjölbreytt námsgögn. Skýrsla starfshóps um námsgögn. Mennta- og barnamálaráðuneytið, ágúst 2024.




Löggjöf á Norðurlöndum

Danmörk
Bekendtgørelse af lov om folkeskolen (folkeskoleloven) LBK nr 989 af 27/08/2024
Sjá einkum 19. gr.

Bekendtgørelse om elevers og kursisters betaling for undervisningsmidler i de gymnasiale uddannelser og erhvervsuddannelserne BEK nr 1711 af 20/12/2006.

Finnland
Lag om grundläggande utbildning 628/1998.
Sjá einkum 31. gr.

Läropliktslag 1214/2020.
Sjá einkum 16.-17. gr.

Noregur
Lov om grunnskoleopplæringa og den vidaregåande opplæringa (opplæringslova) LOV-2023-06-09-30.
Sjá einkum gr. 2-5 og 5-8.

Svíþjóð
Skollag (2010:800).
Sjá einkum 10.-15. kf.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Mennta- og menningarmál: Menntamál  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál

Þingskjöl

Þingskjal 223 | 18.9.2024
Flutningsmenn: Ásmundur Einar Daðason

Umsagnir