Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
155. þing
| 18.9.2024
| Lagafrumvarp
| Stjórnarmál
Umsagnir: 15 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: AM | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (8.10.2024)
Markmið: Að tryggja gæði, framboð og fjölbreytileika námsgagna til að styðja við nám og kennslu á leik-, grunn-, framhalds- og tónlistarskólastigi.
Helstu breytingar og nýjungar:
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um námsgögn, nr. 71/2007. Jafnframt verða breytingar á lögum um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, nr. 91/2023.
Kostnaður og tekjur: Áætlað er að árlegur heildarkostnaður vegna gjaldfrjálsra námsgagna fyrir börn undir 18 ára aldri verði 340–380 milljónir kr. þegar breytingarnar verða innleiddar að fullu. Gert er ráð fyrir að kostnaður lækki síðar og verði um 300 milljónir kr. árlega vegna endurnýtingar námsgagna.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Mennta- og menningarmál: Menntamál | Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál