Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 266 | Þingskjöl: 12 | Staða: Lokið
Markmið: Að sýna áætlanir um tekjur og gjöld ríkissjóðs fyrir hvert það ár sem í hönd fer og leita heimilda til hvers konar fjárráðstafana, svo sem lántöku og ríkisábyrgða og heimilda til að kaupa og selja fasteignir.
Helstu breytingar og nýjungar: Gert er ráð fyrir að nýtt örorkukerfi taki gildi í september 2025 sem muni leiða til verulegra kjarabóta fyrir örorkulífeyrisþega. Frítekjumark ellilífeyris hækkar um 46% frá ársbyrjun 2025 sem samsvarar kjarabót upp á 138 þúsund kr. á ári. Áhersla verður lögð á inngildingu flóttafólks og innflytjenda og framlög aukin til að stytta málsmeðferðartíma umsókna um alþjóðlega vernd. Í samgöngumálum verða nýframkvæmdir og viðhald á vegakerfinu í forgangi og framlög til uppbyggingar samgönguinnviða og almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu aukast um 6,4 milljarða kr. Framlög til heilbrigðismála hækka um 10,4 milljarða kr. milli ára á föstu verðlagi. Fjárveitingar til heilbrigðisstofnana og sjúkratrygginga verða hækkaðar og auknu fjármagni varið í rekstur nýrra hjúkrunarrýma. Framlög vegna lyfja og hjálpartækja aukast um 1,3 milljarða kr. og 18,4 milljörðum kr. verður varið til byggingar nýs Landspítala á árinu 2025. Loks verður hafist handa við byggingu nýs fangelsis í stað Litla-Hrauns og undirbúningur Þjóðarhallar hefst.
Breytingar á lögum og tengd mál: Gera þarf breytingar á ýmsum lögum vegna tekjuhliðar og gjaldahliðar frumvarpsins.
Kostnaður og tekjur: Áætlað er að heildartekjur fyrir árið 2025 verði 1.448 milljarðar kr. og heildarútgjöld eru áætluð 1.489 milljarðar kr.
Aðrar upplýsingar:
Afgreiðsla: Frumvarpið varð að lögum með þeim breytingum að heildartekjur fyrir árið 2025 eru áætlaðar 1.420,6 milljarðar kr. en gjöld um 1.483,2 milljarðar kr.
Fjölmiðlaumfjöllun:
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins