Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið
Markmið: Að sameina Orkusjóð og Loftslagssjóð í einn Loftslags- og orkusjóð til að einfalda og efla styrkveitingar á sviði umhverfis-, orku- og loftslagsmála til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda?.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að sameina tvo sjóði, Orkusjóð og Loftslagssjóð, sem styrkja verkefni sem tengjast orkuskiptum og nýsköpun á sviði loftslagsmála, í nýjan sjóð sem bera mun heitið Loftslags- og orkusjóður.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um Orkusjóð, nr. 76/2020.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Umhverfismál: Mengun | Umhverfismál: Orkumál og auðlindir | Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd