Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

939 | Samvinnufélög o.fl. (fjöldi stofnenda, slit, reglugerðarheimild)

154. þing | 5.4.2024 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að styrkja rekstrargrundvöll samvinnufélaga, auðvelda stofnun slíkra félaga og tryggja að sameiginlegt eigið fé nýtist til almannaheilla.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að takmarka möguleika á því að við slit félags komi eigið fé þess til útgreiðslu til félagsmanna. Jafnframt er lagt til að lágmarksfjöldi stofnenda samvinnufélaga lækki úr 15 í þrjá. Þá er lagt til að fella brott heimild til að breyta samvinnufélagi í hlutafélag.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um samvinnufélög, nr. 22/1991.

Lög um Evrópufélög, nr. 26/2004.
Lög um evrópsk samvinnufélög, nr. 92/2006.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Löggjöf á Norðurlöndum


Danmörk
Bekendtgørelse af lov om visse erhvervsdrivende virksomheder (LEV-loven) LBK nr 249 af 01/02/2021.

Finnland
Lag om andelslag 421/2013.

Noregur
Lov om samvirkeforetak (samvirkelova) LOV-2007-06-29-81.

Svíþjóð
Lag om ekonomiska föreningar (2018:672).

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1386 | 5.4.2024
Flutningsmenn: Lilja Alfreðsdóttir
Þingskjal 2010 | 21.6.2024
Þingskjal 2091 | 22.6.2024

Umsagnir

KEA svf. (umsögn)
VR (umsögn)