Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

938 | Opinber skjalasöfn (gjaldskrá, rafræn skil)

154. þing | 5.4.2024 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 10 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að skýra gjaldtökuheimildir opinberra skjalasafna, stuðla að jafnræði sveitarfélaga og stíga skref í þá átt að skil afhendingarskyldra skjala til opinberra skjalasafna verði að meginreglu rafræn.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að sett verði gjaldskrárheimild fyrir vissa þjónustu Þjóðskjalasafns við sveitarfélög, s.s. ráðgjöf um skjalahald, eftirlit með því og miðlun gagna. Jafnframt er lagt til að lögfest verði sú meginregla að gögn skuli afhent opinberu skjalasafni á því formi sem þau urðu til en í nútímastjórnsýslu verður yfirgnæfandi meiri hluti gagna til á rafrænu formi. Þá er einnig kveðið á um heimild til að innheimta gjald fyrir kostnað sem fellur til vegna vinnu sérfræðinga Þjóðskjalasafns við yfirfærslu safnkosts og verkefna héraðsskjalasafns sem ákveðið hefur verið að leggja niður.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um opinber skjalasöfn, nr. 77/2014.

Kostnaður og tekjur: Kemur ekki fram í frumvarpi.

Aðrar upplýsingar: Löggjöf á Norðurlöndum


Danmörk
Bekendtgørelse af arkivloven (arkivloven) LBK nr 1201 af 28/09/2016.

Finnland
Arkivlag 831/1994.

Noregur
Lov om arkiv [arkivlova] LOV-1992-12-04-126.

Svíþjóð
Arkivlag (1990:782).

Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Mennta- og menningarmál: Menningarmál  |  Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál

Þingskjöl

Þingskjal 1385 | 5.4.2024
Flutningsmenn: Lilja Alfreðsdóttir
Þingskjal 2005 | 21.6.2024
Þingskjal 2084 | 22.6.2024

Umsagnir