Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 35 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: AM | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (10.5.2024)
Markmið: Að búa til traustan grundvöll fyrir íslenska óperulist.
Helstu breytingar og nýjungar: Í frumvarpinu er kveðið á um stofnun Þjóðaróperu sem sjálfstæðrar einingar innan Þjóðleikhússins og rekstrarform hennar, hlutverk Þjóðaróperu og helstu verkefni, skipun og ábyrgð óperustjóra, samstarf Þjóðaróperu við aðra aðila og fjárhag Þjóðaróperu.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um sviðslistir, nr. 165/2019.
Kostnaður og tekjur:
Aðrar upplýsingar: Þjóðarópera - uppspretta nýsköpunar úr jarðvegi hefðar: Tillögur nefndar um stofnun þjóðaróperu. Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið, 25. maí 2021.
Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Mennta- og menningarmál: Menningarmál