Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 10 | Staða: Lokið
Markmið: Að tryggja öllum þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að rýmka skilyrði fyrir námsstyrk þannig að námsmenn geti fengið styrk vegna eininga af tveimur námsleiðum í stað einnar áður. Þá eru lagðar til breytingar sem snúa að því að hvernig fjármögnun Menntasjóðsins skuli háttað og lagt er til að afnema að fullu ábyrgðarmannakerfi námslána.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um Menntasjóð námsmanna, nr. 60/2020.
Kostnaður og tekjur: Kemur ekki fram í frumvarpi.
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Mennta- og menningarmál: Menntamál