Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

931 | Skák

154. þing | 27.3.2024 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 3 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að styðja við starfsemi í skák hér á landi, styrkja efnilegt skákfólk sem stefnir að alþjóðlegum árangri, efla starfsemi á sviði afreksmála og bæta árangur keppnisfólks í skák.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að sett verði ný heildarlög um skák og að gildissvið löggjafarinnar verði afmarkað við stuðning ríkisins við skák og skákhreyfinguna á Íslandi. Jafnframt er lagt til að skilgreint verði í lögum að ríkið leggi ákveðin framlög til skákmála sem renni annars vegar til afrekssjóðs í skák og hins vegar til skákhreyfingarinnar í gegnum æðsta aðila hennar, Skáksamband Íslands, m.a. til fræðslu um skák. 

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um launasjóð stórmeistara í skák, nr. 58/1990, og lög um Skákskóla Íslands, nr. 76/1990.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Samþykkt óbreytt.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Mennta- og menningarmál: Íþróttir og æskulýðsmál

Þingskjöl

Þingskjal 1378 | 27.3.2024
Flutningsmenn: Ásmundur Einar Daðason
Þingskjal 1929 | 18.6.2024
Þingskjal 2087 | 22.6.2024

Umsagnir