Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

930 | Lagareldi

154. þing | 27.3.2024 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 72 | Þingskjöl: 2 | Nefnd: AV | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (8.5.2024)

Samantekt

Markmið:

Að skapa lagareldi skilyrði til aukinnar verðmætasköpunar með sjálfbæra nýtingu og vistkerfisnálgun að leiðarljósi.

Helstu breytingar og nýjungar:

Frumvarpið felur í sér heildarendurskoðun á löggjöf um lagareldi og markar stefnubreytingu í þágu sjálfbærni, dýravelferðar og ábyrgari auðlindanýtingar. Lagt er til að tekið verði upp árangurstengt leyfakerfi þar sem nýtingarheimildir ráðast af frammistöðu rekstraraðila í umhverfisvernd og dýravelferð. Gert er ráð fyrir að á hverju smitvarnasvæði megi aðeins einn aðili starfrækja eldi. Einnig er lagt til að eftirlitshlutverk Matvælastofnunar verði eflt, m.a. með viðurlögum vegna stroks og kynþroska fiska. Þá er gert ráð fyrir endurskipulagningu sjóða og gjaldtöku með áherslu á fyrirsjáanleika, sanngjarna auðlindarentu og samfélagslegt hlutverk. Jafnframt er lagt til að sambærilegar kröfur skuli gilda fyrir land- og hafeldi jafnt sem sjókvíaeldi.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku þeirra falla úr gildi lög um fiskeldi, nr. 71/2008, og lög um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð, nr. 89/2019. Jafnframt verða breytingar á lögum um lax- og silungsveiði, nr. 61/2006, lögum um varnir gegn fisksjúkdómum, nr. 60/2006, lögum um Rannsóknadeild fisksjúkdóma, nr. 50/1986, og lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, nr. 34/1991.

Kostnaður og tekjur:

Áætluð fjárhagsáhrif fyrir ríkissjóð fela í sér tímabundið tekjutap á árunum 2025 og 2026 vegna framlengingar sólarlagsákvæðis um framleiðslugjald. Á móti er gert ráð fyrir auknum tekjum árin 2027 og 2028 vegna breyttar aðferðafræði við útreikning á framleiðslugjaldi. Auk þess er gert ráð fyrir hærri útgjöldum vegna aukinna verkefna ríkisstofnana, m.a. til að efla stjórnsýslu, rannsóknir og eftirlit með fiskeldi.

Aðrar upplýsingar:

Sjókvíaeldi: lagaframkvæmd, stjórnsýsla og eftirlit. Stjórnsýsluúttekt. Ríkisendurskoðun, janúar 2023.

Staða og framtíð lagareldis á Íslandi. Matvælaráðuneytið, febrúar 2023.


Löggjöf á Norðurlöndum

Færeyjar
Løgtingslóg nr. 64 frá 15. mai 2014 um loyvisgjald á alivinnu.

Noregur
Lov om akvakultur (akvakulturloven) LOV-2005-06-17-79.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins  |  Heilsa og heilbrigði: Heilbrigðiseftirlit  |  Atvinnuvegir: Landbúnaður  |  Atvinnuvegir: Sjávarútvegur  |  Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd

Þingskjöl

Þingskjal 1376 | 27.3.2024
Flutningsmenn: Svandís Svavarsdóttir
Þingskjal 1519 | 16.4.2024
Flutningsmenn: Gísli Rafn Ólafsson

Umsagnir

Atvinnuveganefnd | 24.6.2024
Adrian Grose-Hodge (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 30.4.2024
Alexander Taylor (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 13.6.2024
Atvinnuveganefnd | 30.5.2024
Brianna Karboski (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 5.6.2024
Chris Smiles (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 31.7.2024
David Crawshaw (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 29.7.2024
Eric Bell (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 8.5.2024
Fiskistofa (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 13.5.2024
Fjarðabyggð (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 15.5.2024
Hábrún ehf. (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 8.5.2024
Atvinnuveganefnd | 8.5.2024
Hörður Einarsson (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 21.5.2024
Húnabyggð (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 13.5.2024
Húnaþing vestra (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 16.5.2024
ÍS 47 ehf. (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 10.5.2024
Ísafjarðarbær (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 8.5.2024
James Mills (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 2.5.2024
Jeffrey Glover (athugasemd)
Atvinnuveganefnd | 14.5.2024
Atvinnuveganefnd | 14.5.2024
Atvinnuveganefnd | 31.7.2024
Lytton Scott (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 17.5.2024
Atvinnuveganefnd | 17.5.2024
Atvinnuveganefnd | 6.5.2024
Matvælaráðuneytið (upplýsingar)
Atvinnuveganefnd | 31.5.2024
Matvælaráðuneytið (minnisblað)
Atvinnuveganefnd | 7.5.2024
Matvælastofnun (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 14.5.2024
Matvælastofnun (upplýsingar)
Atvinnuveganefnd | 24.7.2024
Michael Black (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 22.5.2024
Múlaþing (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 8.5.2024
Ocean EcoFarm ehf (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 7.5.2024
RATEL (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 17.5.2024
Skipulagsstofnun (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 8.5.2024
Umhverfisstofnun (umsögn)
Atvinnuveganefnd | 16.5.2024
Umhverfisstofnun (upplýsingar)
Atvinnuveganefnd | 8.5.2024
Vala Árnadóttir (umsögn)