Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

926 | Aðför og nauðungarsala (miðlun og form gagna, notkun fjarfundabúnaðar, birtingar o.fl.)

154. þing | 27.3.2024 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál

Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 1 | Nefnd: AM | Staða: Umsagnarfrestur liðinn (27.5.2024)

Samantekt

Markmið: Að einfalda réttarvörslukerfið, gera það notendavænna og auka skilvirkni í málsmeðferð án þess að skerða gæði eða réttaröryggi. Að bæta aðgengi að meðferð mála hjá sýslumönnum og dómstólum og einfalda samskipti, auka skilvirkni og hagkvæmni í starfsemi þeirra sem vinna eftir réttarfarslöggjöf. Að auka gegnsæi og stuðla að nýtingu þeirra tæknilegu innviða sem þegar eru í mótun á öðrum sviðum, ásamt því að hafa jákvæð umhverfisáhrif með því að skapa forsendur fyrir að draga úr ferðalögum og notkun pappírs.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagðar eru til ýmsar breytingar til að einfalda og nútímavæða málsmeðferð í málum sem varða innheimtu fjárkrafna, þ.e. fjárnámsmálum og nauðungarsölumálum, sem koma til meðferðar hjá dómstólum og sýslumannsembættum. Í því felst m.a. að veita sýslumönnum og dómstólum heimild í lögum til stafrænnar málsmeðferðar og gera mögulegt að sleppa óþarfa fyrirtökum í þessum málum.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um aðför, nr. 90/1989.

Lög um nauðungarsölu, nr. 90/1991.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Frumvarpið var ekki afgreitt úr nefnd.

Efnisflokkar: Lög og réttur: Dómstólar og réttarfar  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál

Þingskjöl

Þingskjal 1372 | 27.3.2024
Flutningsmenn: Guðrún Hafsteinsdóttir

Umsagnir