Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

924 | Úrvinnslugjald (hringrásarhagkerfi, umbúðir, ökutæki o.fl.)

154. þing | 27.3.2024 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 4 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið:

Að skapa skilyrði fyrir hringrásarhagkerfi og koma á skilvirkri álagningu úrvinnslugjalds, einkum fyrir umbúðir og ökutæki, með því að skýra ábyrgð framleiðenda og innflytjenda.

Helstu breytingar og nýjungar:

Lagt er til að álagning úrvinnslugjalds á ökutæki fari fram við nýskráningu í stað tollafgreiðslu og að skýrt verði kveðið á um greiðanda, gjalddaga og grundvöll gjaldsins, þannig að gjaldið leggist ætíð á framleiðendur og innflytjendur. Einnig er lagt til að viðauki XVIII verði uppfærður í ljósi fenginnnar reynslu og að sett verði tímabundin heimild til að ákvarða úrvinnslugjald miðað við líklegustu tegund söluumbúða þegar nauðsynlegar upplýsingar skortir.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um úrvinnslugjald, nr. 162/2002.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Afgreiðsla: Samþykkt nær óbreytt.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Hagstjórn: Skattar og tollar  |  Stjórnarskipan og stjórnsýsla: Sveitarstjórnarmál  |  Umhverfismál: Umhverfisstjórn og náttúruvernd  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1369 | 27.3.2024
Þingskjal 2006 | 21.6.2024
Þingskjal 2085 | 22.6.2024

Umsagnir