Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

923 | Umferðarlög (smáfarartæki o.fl.)

154. þing | 27.3.2024 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 9 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að setja reglur um smáfarartæki.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að settar verði sérstakar reglur fyrir nýjan flokk ökutækja, smáfarartæki. Gert er ráð fyrir að á akbrautum þar sem leyfilegur hámarkshraði er ekki umfram 30 km á klst. verði heimilt að aka smáfarartæki. Þá er lagt til að kveðið verði á um 13 ára aldurstakmark til aksturs smáfarartækis. Lagt er til að ekki megi aka smáfarartæki undir áhrifum áfengis ef magn áfengis í blóði er meira en 0,5„ eða magn vínanda í lítra útöndunarlofts meira en 0,25 mg, sem eru sömu refsimörk og við akstur annarra vélknúinna ökutækja. Þá er lagt til að óheimilt sé að breyta mögulegum hámarkshraða rafmagnsreiðhjóls, smáfarartækis eða létts bifhjóls þannig að það geti farið hraðar en 25 km á klst.

Breytingar á lögum og tengd mál: Umferðarlög, nr. 77/2019.

Lög um virðisaukaskatt, nr. 50/1988.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir teljandi áhrifum á útgjöld ríkissjóðs.

Aðrar upplýsingar: Veigamiklar úrbótatillögur til að auka öryggi notenda smáfarartækja. Innviðaráðuneytið, 10. júní 2022.

Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum en þeirri helstri að enginn megi stjórna eða reyna að stjórna smáfarartæki ef hann er undir áhrifum ávana- og fíkniefna eða lyfja.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál  |  Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit

Þingskjöl

Þingskjal 1368 | 27.3.2024
Þingskjal 2056 | 21.6.2024
Þingskjal 2110 | 22.6.2024
Þingskjal 2131 | 22.6.2024

Umsagnir