Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 7 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að skerpa á ákvæðum laganna til að tryggja að réttindagæslumenn og persónulegir talsmenn geti betur sinnt hlutverki sínu og að ljóst sé til hvers er ætlast af þeim þannig að réttarvernd fatlaðs fólks verði styrkt og því tryggður viðeigandi stuðningur.
Helstu breytingar og nýjungar: Með frumvarpinu er stutt við fyrirhugaðar breytingar sem fela í sér að réttindagæslumenn flytjist til nýrrar mannréttindastofnunar og að samningar og eftirlit með persónulegum talsmönnum flytjist til sýslumanna. Lagt er til að skýra hlutverk og heimildir réttindagæslumanna og persónulegra talsmanna fyrir fatlaða einstaklinga ásamt því að kveða með ítarlegri hætti á um samkomulag um persónulega talsmenn og eftirlit með störfum þeirra.
Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um réttindagæslu fyrir fatlað fólk, nr. 88/2011.
Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.
Afgreiðsla: Samþykkt með nokkrum breytingum.
Efnisflokkar: Samfélagsmál: Félagsmál | Lög og réttur: Löggæsla og eftirlit | Lög og réttur: Persónuleg réttindi