Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

912 | Frjálst flæði ópersónugreinanlegra gagna

154. þing | 27.3.2024 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 0 | Þingskjöl: 5 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að auðvelda milliríkjaviðskipti innan Evrópska efnahagssvæðisins og skapa sameiginlegan gagnamarkað í samræmi við frelsi til að veita þjónustu samkvæmt EES-samningnum.

Helstu breytingar og nýjungar:

Með frumvarpinu er lagt til að reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1807 um ramma um frjálst flæði ópersónulegra upplýsinga í Evrópusambandinu verði tekin upp í íslenskan rétt. Lagt er til að kröfur um staðsetningu gagna, annarra en persónuupplýsinga, verði bannaðar nema þær séu rökstuddar á grundvelli almannaöryggis og í samræmi við meðalhófsregluna. Þá er lagt til að lögbær yfirvöld fái skýra heimild til aðgangs að gögnum, óháð því í hvaða aðildarríki þau eru geymd.

Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög.

Kostnaður og tekjur: Ekki er gert ráð fyrir áhrifum á ríkissjóð.

Aðrar upplýsingar: Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/1807 frá 14. nóvember 2018 um ramma um frjálst flæði ópersónulegra upplýsinga í Evrópusambandinu.

Afgreiðsla: Samþykkt nær óbreytt.

Efnisflokkar: Erlend samskipti: Alþjóðasamningar og utanríkismál  |  Atvinnuvegir: Tölvu- og upplýsingamál  |  Atvinnuvegir: Viðskipti

Þingskjöl

Þingskjal 1357 | 27.3.2024
Þingskjal 1781 | 3.6.2024
Þingskjal 1791 | 4.6.2024
Flutningsmenn: Teitur Björn Einarsson
Þingskjal 1815 | 6.6.2024