Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.
Umsagnir: 5 | Þingskjöl: 4 | Staða: Lokið
Markmið: Að skapa árangursríkt og alþjóðlega samkeppnishæft fjármögnunarumhverfi fyrir sprota- og nýsköpunarfyrirtæki til að styðja við öflugt atvinnulíf byggt á hugviti og þekkingu og efla þannig vöxt, velsæld og samkeppnishæfni Íslands.
Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að tveir fjárfestingarsjóðir á málefnasviði nýsköpunarstuðnings, annars vegar Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og hins vegar Kría – sprota- og nýsköpunarsjóður, verði sameinaðir í nýjan sjóð undir heitinu Nýsköpunarsjóðurinn Kría. Gert er ráð fyrir að sá sjóður taki við hlutverkum, eignum og skuldbindingum NSA og Kríu – sprota- og nýsköpunarsjóðs.
Breytingar á lögum og tengd mál: Um er að ræða ný lög og við gildistöku laganna falla úr gildi lög um Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins, nr. 61/1997, og lög um Kríu – sprota- og nýsköpunarsjóð, nr. 65/2020. Jafnframt verða breytingar á lögum um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur, nr. 94/1996, og lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003.
Kostnaður og tekjur:
Afgreiðsla: Samþykkt með minni háttar breytingum.
Efnisflokkar: Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins | Atvinnuvegir: Viðskipti