Þetta mál hefur sjálfkrafa verið sett í vöktun. Þú getur afvaktað það ofarlega á síðunni. Þú getur einnig breytt þessari virkni í notendastillingum.

910 | Fæðingar- og foreldraorlof og sorgarleyfi (stuðningur við kjarasamninga)

154. þing | 27.3.2024 | Lagafrumvarp | Stjórnarmál   Samþykkt

Umsagnir: 8 | Þingskjöl: 6 | Staða: Lokið

Samantekt

Markmið: Að tryggja fjárhagslegt öryggi foreldra í fæðingar- og foreldraorlofi og sorgarleyfi með því að hækka hámarksgreiðslur tímabundið í tengslum við kjarasamninga á vinnumarkaði.

Helstu breytingar og nýjungar: Lagt er til að á tímabilinu 1. apríl 2024 til 31. desember 2024 hækki mánaðarlegar hámarksgreiðslur úr Fæðingarorlofssjóði til foreldra í fæðingarorlofi vegna barna sem fæðast, eru frumættleidd eða tekin í varanlegt fóstur og til foreldra í sorgarleyfi vegna barnsmissis, andvanafæðingar eða fósturláts úr 600.000 kr. í 700.000 kr.

Breytingar á lögum og tengd mál: Lög um fæðingar- og foreldraorlof, nr. 144/2020.

Lög um sorgarleyfi, nr. 77/2022.

Kostnaður og tekjur:

Gert er ráð fyrir að kostnaður fyrir ríkissjóð verði um 400 milljónir kr.

Afgreiðsla: Samþykkt með lítils háttar breytingum, einkum þeirri að hækkun hámarksgreiðslna gildi um foreldra sem eiga rétt til greiðslna fæðingarorlofs, eftir 1. apríl 2024, vegna barna sem fæðast, eru frumættleidd eða tekin í varanlegt fóstur fyrir 1. janúar 2025. Sama breyting var samþykkt vegna foreldra sem eiga rétt til greiðslu sorgarleyfis eftir 1. apríl 2024 vegna barnsmissis, andvanafæðingar eða fósturláts fyrir 1. janúar 2025.

Efnisflokkar: Samfélagsmál: Almannatryggingar  |  Samfélagsmál: Félagsmál  |  Hagstjórn: Fjárreiður ríkisins

Þingskjöl

Þingskjal 1355 | 27.3.2024
Þingskjal 1964 | 20.6.2024
Þingskjal 2023 | 21.6.2024
Þingskjal 2064 | 22.6.2024
Þingskjal 2100 | 22.6.2024
Flutningsmenn: Jóhann Páll Jóhannsson
Þingskjal 2119 | 22.6.2024

Umsagnir